Mysingur í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri 

Mysingur í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri 

Laugardaginn 22. júlí kl. 17 fer fram annar Mysingur sumarsins í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri, en þá koma annars vegar fram hljómsveitin Gróa og hins vegar Ari Orrason.  Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Listasumri og unnin í samstarf Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ari Orrason lengi verið virkur í tónlistarsenunni á Akureyri. Á laugardaginn mun Ari og hljómsveit spila uppvaxtarrokk þar sem angist og vandamál fólksins eru ríkjandi í textagerð. Nýbylgju hljómsveitin Gróa hefur gefið út þrjár plötur og spilað víða um heim, en sveitin er þekkt fyrir kraftmikla og hressandi sviðsframkomu.

Sambíó

UMMÆLI