Prenthaus

Niðurrif hafið á reit KrónunnarMynd: Kaffid.is/Jónatan

Niðurrif hafið á reit Krónunnar

Niðurrif er hafið á böggunum á lóðinni við Glerárgötu þar sem fyrsta Krónuverslunin á Akureyri kemur til með að rísa. Skv. samtali Kaffid.is við framkvæmdarstjóra Krónunnar hefur koma Krónunnar til Akureyrar staðið til frá árinu 2016. Sögusagnir um þessa nýju verslun á Akureyri hefur verið á vörum margra en nú er raunverulega komið að því. Verið er að undirbúa lóðina en til stendur að opna verslunina haustið 2022.

Verslunarhúsið verður rúmir 2.000 fermetrar en Krónan leggur mikið upp úr umhverfisvernd og er markmiðið að þessi nýja Krónuverslun á Akureyri hljóti Svansvottun, líkt og allar aðrar verslanir Krónunnar hafa fengið.

Sjá einnig:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó