Nýr bæjarstjóri á AkureyriÁsthildur Sturludóttir er nýi bæjarstjóri Akureyrar.

Nýr bæjarstjóri á Akureyri

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Ásthildi Sturludóttur um að taka að sér starf  bæjarstjóra á Akureyri. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár.

Alls sóttu 18 um starf bæjarstjóra en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.  Eftir úrvinnslu umsókna og viðtöl ákvað meirihluti bæjarstjórnar að ganga til samninga við Ásthildi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn.

Ásthildur starfaði sem bæjarstjóri í Vesturbyggð frá árinu 2010. Hún er uppalin í Stykkishólmi og er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu (Master of Public Administration) í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Ásthildur starfaði áður sem verkefnisstjóri  á rektorsskrifstofu og markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Hún var einnig verkefnisstjóri við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráðgjafi hjá SSV-þróun og ráðgjöf.

Sambíó

UMMÆLI