Nýr veitingastaður opnar á Hótel Akureyri

Nýr veitingastaður opnar á Hótel Akureyri

Þau Ingi Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin hafa nóg að gera þessa dagana. Parið kynntist þegar þau unnu saman á veitingastað en bæði hafa þau starfað á ýmsum veitingahúsum. Ingi Þór er Akureyringur og matreiðslumaður að mennt en þau ákváðu að flytja aftur til Akureyrar eftir dvöl erlendis og í Reykjavík til að opna matsölustað.

Eins og Kaffið greindi frá opnuðu þau nýverið glænýjan matarvagn – MOSI Streetfood. Matarvagninn er staðsettur við Torfunesbryggju, hjá Ambassador Whale Watching og Menningarhúsinu Hofi.

Mosi – Streetfood kemur til með að opna einnig á Hótel Akureyri á næstu dögum þar sem svipaður matseðill verður í boði. Hingað til hefur enginn veitingastaður verið starfræktur á Hótel Akureyri í um 10 ár, en veitingasalurinn hefur einungis verið notaður undir morgunverð.

„Staðurinn mun bera nafnið MOSI – streetfood og verður sama matargerð, streetfood fílingur, með smá fine dining fusion, en vagninn fær nafnið Litli Mosi. Við myndum segja að þetta væri mjög langþráður draumur að rætast og við höfum bæjarbúum Akureyrar að þakka fyrir að þetta sé mögulegt, án þeirra frábæru móttökum væri þetta ekki hægt,“ segir Ingi í samtali við Veitingageirann.

Nánari upplýsingar um matseðil og opnunartíma má nálgast á facebook-síðu staðarins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó