beint flug til Færeyja

Öll börn 12 mánaða og eldri með leikskólapláss á Akureyri

Öll börn 12 mánaða og eldri með leikskólapláss á Akureyri

Sú leið að opna nýjar leikskóladeildir í Síðuskóla og Oddeyrarskóla hefur leitt til þess að nú eru öll börn á Akureyri yfir 12 mánaða aldri komin með leikskólapláss (þ.e. börn sem höfðu náð 12 mánaða aldri 31. ágúst 2023). Þetta kemur á vef Akureyrarbæjar.

„Næstu skref í uppbyggingu leikskólamála í bænum eru nýr leikskóli í Hagahverfi og ný gjaldskrá sem tekur gildi um næstu áramót og felur m.a. í sér gjaldfrjálsan sex tíma leikskóla með tekjutengingu á það sem umfram er,“ segir í tilkynningu Akureyri.is.

Frá og með næstu áramótum verða fyrstu sex klukkustundir hvers leikskóladags, frá kl. 8-14, gjaldfrjálsar og gjald fyrir alla skólatíma innan átta tíma lækkar. Áfram verður greitt fyrir fæði í skólunum með sama hætti og verið hefur. Gjaldskráin verður tekjutengd fyrir bæði einstaklinga og sambúðarfólk til hagsbóta fyrir tekjulægri hópa sem þýðir að við útreikning leikskólagjalda verður horft til tekna og hjúskaparstöðu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og verður staðan metin að liðnum 6 og 12 mánuðum frá upphafi verkefnisins. Nánar er fjallað um málið á vef Akureyrarbæjar.

Málið var á dagskrá bæjarstjórnarfundar 5. september sl.

Sambíó

UMMÆLI