Pálmi Gunnarsson er bæjarlistamaður AkureyrarPálmi Gunnarsson. Mynd: Ísmús.is

Pálmi Gunnarsson er bæjarlistamaður Akureyrar

Í gær var Vorkoma stjórnar Akureyrarstofu haldin þar sem m.a. var tilkynnt um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2019-2020. Tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Pálmi Gunnarsson var valinn bæjarlistamaður Akureyrar en hann á að baki langan starfsferil og er fyrir löngu orðinn landsþekktur listamaður sem söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar fyrir hartnær hálfri öld.

Pálmi ætlar að einbeita sér að tveimur verkefnum á starfslaunatímanum. Fyrra verkefnið er sjónvarpsþáttaröð um tónlistartengt efni þar sem markmiðið er að gefa áhorfendum innsýn í þann fjölbreytta hóp fólks sem tengist tónlistarsköpun með einum eða öðrum hætti. Síðara verkefnið er skáldsaga sem ber vinnuheitið Lennon, sagan byggir á stuttmyndahandriti sem Pálmi vann fyrir nokkrum árum en hefur síðan verið að þróa það í átt að skáldsögu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó