Saga Garðarsdóttir kemur fram á jafnréttisdögum í Háskólanum á AkureyriHáskólinn á Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson.

Saga Garðarsdóttir kemur fram á jafnréttisdögum í Háskólanum á Akureyri

Dagana 1.-5. október eru jafnréttisdagar haldnir í öllum háskólum landsins, þar á meðal Háskólanum á Akureyri þar sem fjölbreytt úrval viðburða hefur verið í gangi síðustu daga og verða í boði út vikuna. Ókeypis er inn á alla viðburðina og allir hvattir til að mæta sér til skemmtunar og fróðleiks.

Á mánudaginn setti Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, jafnréttisdagana og í kjölfarið voru flutt eftirfarandi erindi við góðar undirtektir gesta:
Konur og hefðbundin karlastörf: Hildur Andrjesdóttir og Alma Ágústsdóttir
Móðgaðir karlar og #metoo: Tryggvi Hallgrímsson
Aukning karla í hjúkrun: til hvers (og hvernig)? : Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir og Gísli Kort Kristófersson.

Í dag var það Þorsteinn V. Einarsson sem heimsótti Háskólann og fjallaði um leikreglur karlmennskunnar og vakti þar fólk til umhugsunar um rótgrónar hugmyndir um einkenni „sannrar“ karlmennsku.

Jafnrétti, uppistand og #metoo

Á morgun miðvikudaginn 3. október kl. 12.00, í hátíðarsal HA (N101) mun engin önnur en Saga Garðarsdóttir mæta á svæðið. Þar mun Saga fjalla á einlægan hátt um jafnrétti, uppistand, grín, leiklist og #metoo. Sama dag verður boðið upp á jafnréttisvöfflur kl. 14.00 í Miðborg.

Jafnréttisdögum í Háskólanum á Akureyri lýkur síðan með fjörugri spurningakeppni föstudaginn 5.október klukkan 12:30 í Miðborg og verða vegleg verðlaun í boði fyrir vinningshafa í þremur efstu sætunum.

Sambíó

UMMÆLI