Samherji hagnaðist um rúmlega 14 milljarða árið 2022

Samherji hagnaðist um rúmlega 14 milljarða árið 2022

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og jókst um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2022 sem samþykktur var á aðalfundi félagsins hinn 24. ágúst síðastliðinn.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., gerði grein fyrir uppgjörinu á aðalfundinum og nefndi í ræðu sinni að í heild hefði afkoman verið góð á árinu 2022. Sumt hafi gengið betur en árið á undan en annað ekki. Uppgjörið litaðist að hluta til af þeim breytingum sem hefðu orðið á efnahagsreikningi Samherja hf. á árinu en þær veigamestu fólust í því að ýmsar eignir voru færðar til félagsins Kaldbaks ehf.

Nánar má lesa um uppgjörið á vef Samherja hér.

Sambíó

UMMÆLI