Sportver opnar nýja verslun

Sportver opnar nýja verslun

Íþróttavöruverslunin Sportver á Akureyri mun opna nýja verslun í dag, laugardaginn 30. september klukkan 12.00 á Glerártorgi.

„Það verður nóg um að vera á opnunarhátíðinni, frábær tilboð, lukkuhjól fyrir alla þá sem vilja spreyta sig og eiga möguleika á glæsilegum vinningum, sem eru hátt í 200 talsins. Fyrstu 10 keyptu Cintamani úlpurnar verða á 50% afslætti og allir þeir sem versla fara í pott og eiga möguleikan á því að vera dregnir út í veglegu happdrætti,“ segir í tilkynningu.

Hjónin Berglind Tulinius og Egill Einarsson hafa rekið Sportver á Akureyri frá árinu 1995.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó