Stálu bíl og reyndu að stinga lögreglu af

Stálu bíl og reyndu að stinga lögreglu af

Lögreglan á Akureyri fékk tilkynningu um bílþjófnað í bænum um klukkan hálf tvö í nótt. Nokkrum mínútum síðar sá lögreglan til bílþjófanna og elti þá inn í botnlanga þar sem þjófarnir reyndu að stinga lögreglu af.

Á vef mbl.is er haft eftir varðstjóra í lögreglunni á Akureyri að ekki hafi tekið langan tíma að hlaupa uppi mennina sem stálu bílnum. Þeir hafi verið vistaðir í fangageymslu þar sem þeir bíða yfirheyrslu.

Mennirnir eru auk þess grunaðir um akstur undir áhrifum og ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum. Þá óku þeir niður umferðarmerki á Akureyri í nótt.

UMMÆLI