Starfsmaður Kristnesspítala greindist með Covid-19 og 23 sendir í sóttkví

Starfsmaður Kristnesspítala greindist með Covid-19 og 23 sendir í sóttkví

Starfsmaður á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit hefur greinst með kórónuveiruna, vegna þess þurfa 13 sjúklingar og 10 starfsmenn spítalans í sóttkví.
Þjónusta Kristnesspítala verður því takmörkuð næstu tvær vikurnar en 18 sjúklingar sem ekki þurfa í sóttkví verða útskrifaðir og þá er ekki gert ráð fyrir nýjum innlögnum næstu tvær vikurnar á Kristnesspítala.

8 tilfelli í Eyjafjarðarsveit
Átta þekkt Covid-19 tilfelli eru nú í Eyjafjarðarsveit, rakningarteymið vinnur nú að því að rekja út frá nýjustu smitum en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman. Af rakningu að dæma virðast flest smitanna tengjast morgunsundi í sundlauginni á Hrafnagili fyrri hluta síðustu viku.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó