Krónan Akureyri

Stefán Guðnason ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri

Stefán Guðnason ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri

Stefán Guðnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri. Stefán er með BA í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri auk diplómu í kennslufræði til kennsluréttinda frá sama háskóla. Að auki hefur Stefán diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í stjórnun frá Háskólanum í Lundi.

Árið 2017 var Stefán ráðinn til Símenntunar Háskólans á Akureyri til þess að stýra Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar sem kom til háskólans sama ár. Frá 2017 hefur Stefán sinnt hinum ýmsu störfum fyrir Símenntun og háskólann samhliða því að stýra Stjórnendanáminu og nýverið MBA námi Símenntunar. 

„Ég hlakka mest til að leiða Símenntun áfram inn í nýja tíma. Síðustu ár höfum við verið að þróa okkar námsframboð til að mæta auknum kröfum fólks um sveigjanleika og aðgengi. Við erum með í pípunum margar nýjar spennandi námsleiðir auk stakra námskeiða sem verður afskaplega spennandi að vinna að,“ segir Stefán á vef Háskólans á Akureyri. 

Stefán tekur við af Elínu Margréti Hallgrímsdóttur sem hefur verið forstöðumaður Símenntunnar frá 2001 en starfsemin hófst 1999. 

„Símenntun er gríðarleg mikilvæg stofnun innan háskólans. Hér eru góðir möguleikar til samstarfs, hvort sem um er að ræða innan háskólans eða við aðra skóla, fyrirtæki eða stofnanir. Símenntun Háskólans á Akureyri vill verða leiðandi í sveigjanlegu endurmenntunarnámi þar sem búseta hefur ekki áhrif á aðgengi,“ segir Stefán sem tekur við starfinu 1. júní næstkomandi. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó