Styrkjum úthlutað á afmælisdegi Baldvins

Styrkjum úthlutað á afmælisdegi Baldvins

Í gær, 15. janúar var úthlutað úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar. Kvennaathvarfið á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri hlutu styrki að þessu sinni. Baldvin hefði orðið 27 ára gamall í gær.

400 þúsund krónur voru gefnar til Menntaskólans á Akureyri sem styrkur til að nota í kaup á tækjum í útiæfingaaðstöðu skólans. Baldvin útskrifaðist sem stúdent úr Menntaskólanum á Akureyri.

Kvennaathvarfinu var færður Ipad að gjöf auk 300 þúsund króna styrks en gjöfinni er ætlað að bæta aðstöðu fyrir börn sem þar dvelja.

Skapti Hallgrímsson tók myndirnar við afhendingarnar.

Í dag, 15.janúar, hefði Baldvin orðið 27 ára gamall.Af því tilefni var úthlutað úr Minningarsjóðnum og voru það annars…

Posted by Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar on Friday, January 15, 2021

UMMÆLI