Þór byrjar á sigri í körfunniMynd: Palli Jóh / thorsport.is

Þór byrjar á sigri í körfunni

Þórsarar léku í kvöld fyrsta leik vetrarins í 1. deildinni, í körfubolta, þegar liðið heimsótti Fjölni í Grafarvoginn.

Þórsarar leiddu mest allan leikinn og var staðan í hálfleik 39 – 44 fyrir gestina.

Fyrir gestina gerðu Larry Thomas 26 stig, Ingvi Rafn Ingvarsson 17 stig og Damir Mijić 14 stig.

Í liði Fjölnis gerði Srdan Stojanovic 31 stig, Anton Olonzo Grady 25 stig og þriðju stigahæsti í liði heimamanna var aðeins með 6 stig en það var fyrirliðinn Róbert Sigurðsson.

Lokatölur í Grafarvoginum 76 – 82 fyrir Þór.

Næsti leikur Þórsara er föstudaginn 12. október þegar Selfoss mætir í Höllina á Akureyri.

UMMÆLI