Þór tapaði fyrir Hetti í framlengdum leik

Þór tapaði fyrir Hetti í framlengdum leik

Þórsarar töpuðu sínum fyrsta leik í vetur í 1. deild karla í körfubolta. Liðið tók á móti Hetti frá Egilstöðum í Höllinni á Akureyri í kvöld, að viðstöddum 350 áhorfendum.

Leikurinn var æsispennandi mest allan leikinn en Þór leiddi í hálfleik 42:35. Höttur vann upp stigamuninn í síðustu tveim leikhlutunum og endaði leikurinn eftir venjulegan leiktíma 78:78.

Höttur náði að knýja fram sigurinn í kvöld í framlengingunni en lokatölur leiksins voru 87:88 Hetti í vil.

Stigahæstur í liði heimamanna var með Damir Mijic 29 stig og þar á eftir Larry Thomas með 26 stig.

Í liði gestanna var David Guardia Ramos með 23 stig og Charles Clark með 22 stig.

Næsti leikur Þórsara verður í Höllinni Akureyri laugardaginn 3. nóvember þegar Haukar koma í heimsókn í Geysis bikarnum.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó