Þór vann dramatískan sigur á Njarðvík

Alvaro Montejo tryggði Þórsurum dýrmætan sigur

Njarðvík og Þór mættust í Inkasso-deild karla í dag í leik sem átti upprunalega að fara fram síðasta laugardag. Fyrir leikinn voru Þórsarar í 10. sæti deildarinnar með 1 stig eftir tvær umferðir.

Það stefndi allt í markalaust jafntefli en á 94. mínútu skoraði spænski framherjinn Alvaro Montejo sigurmark Þórs með síðustu spyrnu leiksins.

Fyrsti sigur Þórsara í Inkasso-deildinni er því kominn í hús en liðið leikur næst heimaleik gegn Fram á laugardaginn klukkan 16:00.

 

VAMOS AEY

UMMÆLI