Þórsarar fá Ingva Þór Guðmundssonmynd: thorsport.is Palli Jóh.

Þórsarar fá Ingva Þór Guðmundsson

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við körfuknattleiksmanninn Ingva Þór Guðmundsson og mun hann leika með Þór það sem eftir lifir yfirstandandi tímabil.
Ingvi Þór, sem er 22 ára gamall er 194 sm hár bakvörður og uppalinn í Grindavík, gekk til liðs við Hauka í desember síðastliðnum. Ingvi kom til Hauka frá Þýska félaginu Dresden Titans. 
Ingvi spilaði níu leiki með Haukum það sem af er í vetri og í þeim leikjum skoraði hann 10.1 stig að meðaltali í leik og tók 3,6 fráköst og var með 2,9 stoðsendingar.

Áður en Ingvi hélt til Þýskalands lék hann stórt hlutverk í liði Grindavíkur árin þar á undan og leiktíðina 2019-2020 var hann með 14,4 stig og 5 fráköst að meðaltali í leik í Dominos deildinni.
Með komu Ingvi til Þórs styrkist hópurinn til muna og verður fróðlegt að sjá hvernig hann fellur inn í hið unga lið Þórs. 

Koma Ingva mun klárlega auka gæði og breidd liðsins. Leikjaálagið er mikið og fá slíkan gæða leikmann í hópinn okkar styrkir okkur bara. Júlíus er auðvitað meiddur og svo er alltaf þetta hefðbundna hnjask á hópnum eins og gengur og gerist. Ingvi er virkilega öflugur leikmaður sem á mikið inni. Það sýndi hann á síðasta keppnistímabili þegar hann leysti leikstjórnendastöðuna hjá Grindavíkurliðinu sem fór alla leið í bikarúrslit. 
Ingvi er að koma í öðruvísi umhverfi en hann er vanur þar sem hann hefur verið einn af yngri gaurunum en nú kemur hann inn sem „veteran“ úr Dominos deildinni inn í okkar hóp og við væntum til mikils af honum. Ingvi er bæði góður „playmaker“ það er að finna liðsfélaga sína auk þess sem hann er úrvalsskytta. Hann er einnig öflugur varnarmaður en ég vænti mikils af honum á þeim enda vallarins
“ sagði Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þórs í spjalli við heimasíðu Þórs.

Bjarki Ármann, þjálfari, Ingvi Þór og Hjálmar Pálsson formaður körfuknattleiksdeildar Þórs. Mynd: thorsport.is Palli Jóh

Frétt thorsport.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó