Listasafnið á Akureyri

Þórsarar töpuðu í körfunni

Þórsarar töpuðu í körfunni

Þórsarar tóku á móti Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. Athygli vakti að bæði lið spiluðu án erlendra leikmanna, en slíkt er afar sjaldgjaft í efstu deild.

Þórsarar léku án Marques Oliver en hann mun ekki leika meira með liðinu í vetur vegna meiðsla og þá sendu Grindvíkingar Rashad Whack heim á dögunum og eru í leit að nýjum leikmanni.

Þórsarar tefldu hins vegar fram hinum unga Hilmari Smára Henningssyni í fyrsta sinn og átti hann góða innkomu af bekknum. Klárt mál að koma piltsins mun hjálpa Þór í baráttunni eftir áramót.

Jafnræði var með liðunum framan af leik en Grindvíkingar stigu á bensíngjöfina undir lok annars leikhluta og fóru inn í leikhléið með þrettán stiga forystu. Grindvíkingar héldu áfram að auka forystuna í þriðja leikhluta og virtust um tíma ætla að kafsigla heimamönnum.
Það gerðist svo sannarlega ekki því Þórsurum tókst með mikilli elju að búa til æsispennandi lokamínútur en fór að lokum svo að Grindavík vann fjögurra stiga sigur, 79-83.

Leikurinn var sjöundi tapleikur Þórsara í röð en næsti leikur Þórsara er ekki fyrr en á nýjú ári eða 5. janúar þegar Haukar koma í heimsókn í Höllina.

UMMÆLI

Sambíó