Þrýstingur á að byggt verði nýtt hótel á Akureyri

Þrýstingur á að byggt verði nýtt hótel á Akureyri

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, segja þörf fyrir nýtt hótel á Akureyri til að koma til móts við aukinn ferðamannafjölda í bænum.

Í umfjöllun á vefnum Túristi.is segir að það sé hótelkrísa í bænum.

„Fyrir norðan segja hinsvegar margir að það hafi einfaldlega vantað stórhug til að trúa á framtíðarmöguleika ferðaþjónustunnar. Mörgum í bænum svíður að ekkert stórt, nýtt og myndarlegt ráðstefnuhótel sé í höfuðstað Norðurlands, þar sem starfræktur er háskóli og rannsóknarsetur í kringum hann. Nú er Akureyri í þeirri stöðu að vera vanbúin því að mæta nýrri sókn ferðafólks inn á Eyjafjarðarsvæðið með áætlunarflugi Niceair sem hafið er og flugi þýska Condor næsta sumar. Fleiri flugfélög gætu viljað koma en hvar á að koma gestunum fyrir?“ segir í umfjöllun á Túristi.is.

Sjá einnig: KEA hættir við byggingu hótels

Þorvaldur segir í samtali við Túrista.is að byggja þurfi nýtt 200 herbergja þriggja stjörnu hótel og 100 herbergja fjögurra stjörnu hótel. Hann segir að menn hafi einfaldlega ekki þorað að hugsa stórt í bænum.

Arnheiður segir að það sé ofboðslega mikill þrýstingur frá erlendum ferðaskrifstofum að byggt verði nýtt 200 til 250 herbergja hótel á Akureyri.

Nánari umfjöllun má finna á vef Túrista með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó