Tinna Björg gefur út plötu

Tinna Björg gefur út plötu

Söngkonan Tinna Björg Traustadóttir sendi frá sér hljómplötu á afmælisdegi sínum, 31. október síðastliðinn. Platan er aðgengileg á Spotify og inniheldur fimm lög, þar af fjögur frumsamin.

Tinna hefur verið sýnileg í tónlistarlífi Akureyrar undanfarin ár en hún hefur tekið þátt í Söngkeppni VMA og komið fram á tónleikum og uppákomum á vegum Tónræktarinnar, þar sem hún hefur lagt stund á söngnám meðal annars.

Tinna hélt þá sína eigin tónleika í Hofi í maí árið 2019 þegar að hún fékk úthlutað styrk ú Verðandi listsjóð, styrktarsjóðs á vegum Menningarfélags Akureyrar. Á tónleikunum flutti hún nokkur af lögum Britney Spears fyrir fullum sal í Hömrum, Hofi. Britney Spears er uppáhalds tónlistarkona Tinnu og er eitt af lögum plötunnar hennar Tinnu ábreiða af laginu Oops I did it again eftir Britney Spears.

Lagið Our Love, samdi Tinna ásamt texta með Aroni Snæ Fannarssyni, lagið I’ll treat you right samdi hún með Ármanni Einarssyni, og hin tvö lögin First of all og Dance Till I Drop samdi Trausti Ingólfsson, faðir Tinnu. Textana samdi Tinna Björg sjálf. Um hljóðfæraleik sáu Ármann Einarsson, Pétur Steinar Hallgrímsson, Borgar Þórarinsson, Jón Kjartan Ingólfsson, og Trausti Ingólfsson – sem einnig sá um upptökur og eftirvinnslu.

Lögin eru öll dansvænt popp og textarnir hennar Tinnu fjalla gjarnan um lífið og ástina. Plötuna má finna hér:

UMMÆLI