fbpx

Tjaldurinn er kominn!

Tjaldurinn er talinn einn af vorboðunum en hann kemur yfirleitt til landsins apríl.

Í gær kom Tjaldurinn, háskólafugl Háskólans á Akureyri, á Sólborgarsvæði skólans.

Frá því að HA hóf starfsemi sína á Sólborg hefur Tjaldurinn ásamt maka verið trúfastur gestur í apríl á hverju vori. Mögulega hefur sama parið komið í 23 ár – enda getur Tjaldurinn orðið allt að 30 ára gamall.

Hann verpti í upphafi í vegkantinum norðan við Sólborgarsvæðið en hefur nú flutt sig upp á þak G-húss –sem hýsir nú skrifstofu nemendafélagsins og miðstöð náms- og starfsráðgjafa.

Starfsfólki og nemendum HA er annt um Tjaldinn sinn sem sást einmitt í gær, daginn sem starfsmenn og nemendur ætluðu að reyna að lokka hann með vöffluilm.

UMMÆLI