Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA föstudaginn 1.desember. Þetta var í 84. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust tæplega 200 umsóknir.  Úthlutað var 15 milljónum króna til 64 aðila.

Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefni, Rannsókna- og menntastyrkir og Íþrótta- og æskulýðsstyrkir.

Í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 20 aðilar styrki, samtals 2,6 milljónir króna.

 1. Soroptimistaklúbbur Akureyrar – Til að halda ráðstefnu, Norræna vinadaga í júni 2018, þar sem fjallað er um umhverfismál og orkunýtingu.
 2. Halldóra Arnardóttir – til að halda yfirlitssýningu “Lífið er LEIK-fimi”, á verkum eftir Örn Inga Gíslason.
 3. Sumartónleikar í Akureyrarkirku. – Fimm tónleikar í Akureyrarkirkju sumarið 2018 með bæði innlendum og erlendum listamönnum.
 4. Tónlistarfélag Akureyrar – til að halda uppá 75 ára afmæli félagsins með tónleikum og uppákomum í Hofi í janúar 2018.
 5. Kirkjukór Laugalandsprestakalls – til að gefa út hljómdisk kórsins.
 6. Skátafélagið Klakkur  – til að halda uppá 100 ára afmæli skátastarfs á Akureyri, annars vegar með sýningu í Minjasafninu og hins vegar með útgáfu á tímariti.
 7. Menningarfélagið Berg ses – Klassík í Bergi tónleikaröð.
 8. Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni  – Alþjóðlegt eldhús 2018, hátíð sem haldin er til að þátttakendur frá mörgum löndum geti kynnt sína menningu og matreiðslu.
 9. Sigrún Mary McCormick – Ungur afreksmaður í tónlist, sem er nemandi við Listaháskóla Íslands
 10. Stúlknakór Akureyrarkirkju – Til að fjármagna utanlandsferð kórsins vorið 2018, þar sem halda á tvenna tónleika.
 11. Guðbjörg Ringsted  – Fyrir sýninguna „Handavinna stúlkna og drengja á síðustu öld“ sem verður sett upp í Leikfangasafninu.
 12. Karlakór Dalvíkur –  styrkur fyrir starfsemi kórsins.
 13. Ungmennafélagið Efling/ Leikdeild Eflingar – Til að kaupa ljósaborð og ljósabúnað fyrir leikdeildina, til að stjórnar ljósum og lýsingu á leikritum.
 14. Verkefnið Elísabet Ásgrímsdóttir – ef til vill rætast óskir. – Dagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar.
 15. Helga Kvam – Til að setja saman tónlistardagskrá með lögum við verk ljóðskáldsins Huldu.
 16. Jónborg Sigurðardóttir – Endurvinnsla með börnum á opinberum stöðum í vetur. Markmiðið að kenna börnum að búa til skemmtilega hluti úr endurvinnslu dóti.
 17. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri – Til að setja upp sýninguna Lovestar eftir Andra Snæ Magnason.
 18. Lishús ses Ólafsfirði – Til að standa fyrir Skammdegishátíð í vetur þar sem 15 alþjóðlegir listamenn munu taka þátt.
 19. Útgerðarminjasafnið á Grenivík – til almenns rekstrar og þróunar á heimasíðu safnsins.
 20. Möðruvallaklausturssókn –  til að halda uppá 150 ára afmæli sóknarinnar með ýmsum menningarstundum tileinkuðum tónlistarfólki.

Í flokknum Íþrótta- og æskulýðsmál hlutu 20 aðilar styrki, samtals að fjárhæð 7,5 milljónir króna.

 1. KA aðalstjórn
 2. Þór aðalstjórn
 3. Skíðafélag Akureyrar
 4. Völsungur
 5. Hestamannafélagið Léttir
 6. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
 7. UMFS Dalvík/Reynir
 8. Akureyri handboltafélag
 9. Skíðafélag Dalvíkur
 10. Íþróttafélagið Magni
 11. Þór KA kvennaknattspyrna
 12. Fimleikafélag Akureyrar
 13. Sundfélagið Óðinn
 14. Skautafélag Akureyrar
 15. Hestamannafélagið Hringur, Dalvík
 16. Ungmennafélagið Smárinn, Hörgársveit
 17. Hestamannafélagið Gnýfari, Ólafsfirði
 18. Fimleikadeild UMFS Dalvík
 19. Hestamannafélagið Glæsir, Siglufirði
 20. Sundfélagið Óðinn, krókódílahópur

Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr 150.000.-

 1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir – Golf
 2. Andrea Mist Pálsdóttir – Knattspyrna
 3. Anna Rakel Pétursdóttir – Knattspyrna
 4. Aron Dagur Birnuson – Knattspyrna
 5. Ásdís Guðmundsdóttir  – Handbolti
 6. Dagur Gautason – Handbolti
 7. Daníel Hafsteinsson – Knattspyrna
 8. Dofri Vikar Bragason – Júdó
 9. Guðmundur Smári Daníelsson – Frjálsar íþróttir
 10. Kristján Benedikt Sveinsson – Golf
 11. Snævar Atli Halldórsson – Sund
 12. Sóley Margrét Jónsdóttir – Kraftlyftingar
 13. Stefanía Daney Guðmundsdóttir – Frjálsar íþróttir

11 verkefni hlutu styrk í flokknum Styrkir til Rannsókna- og menntamála, samtals 3 milljónir króna

 1. Margrét Hrönn Svavarsdóttir – Rannsókn um lífstíl, áhættuþætti og sjálfsumönnun einstaklinga með kransæðasjúkdóma.
 2. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri – Fjármagna ráðstefnu um samstarf heimila og skóla í Háskólanum á Akureyri.
 3. Stephanie Barille – PhD project explores the experiences of family separation among transnational immigrant parents in the North of Iceland, with a particular focus on emotions
 4. Hermína Gunnþórsdóttir – Til að búa til verkfærakistu fyrir grunnskólakennara sem gerir þeim kleift að vinna með íslenskan orðaforða barna af erlendum uppruna.
 5. Jakob Þór Kristjánsson – Málstofa í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Fjallað verður um fullveldishugtakið á breiðum grunni.
 6. Lars Gunnar Lundsten – Alþjóðleg ráðstefna sem ber yfirskriftina Global Media Literacy in the Digital Age.
 7. Jenný Gunnbjörnsdóttir/ Miðstöð skólaþróunar við HA  – Til að taka þátt í verkefninu „SÖGUR“ sem krakkaRÚV stendur fyrir og er markmiðið að auka lestur barna, auka menningarlæsi barna og hvetja börn til sköpunar.
 8. Borgarhólsskóli  – Að beisla hugann – þjónusta við nemendur með ADHD. Til að vinna að frekari uppbyggingu að þekkingarbrunni með gagnlegum upplýsingum fyrir þá sem vinna með börnum með ADHD.
 9. Hafdís Skúladóttir – Doktorsverkefni til að kanna áhrif verkjameðferðar á þremur endurhæfingadeildum á Íslandi, á líðan og daglegar athafnir.
 10. Snjallvagninn, Miðstöð skólaþróunar við HA  – Koma upp tækjasafni til kennslu í upplýsingatækni og forritun.
 11. Leikskólinn Iðavöllur, Miðstöð skólaþróunar við HA  – Verkefnið heitir; það er leikur að læra íslensku- að koma til móts við foreldra af erlendum uppruna.
Sambíó

UMMÆLI