Útisvæði í stað bílastæða

Útisvæði í stað bílastæða

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur kynnt tillögu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 87-89 á Akureyri. Breytingin snýr að því að nýta rými undur Kirkjutröppunum á Akureyrisem verslunar- og þjónusturými.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

  1. Stækka byggingarreit á lóð Hafnarstrætis 87-89, vegna fyrirhugaðrar stækkunar sem og að reitur innihaldi núverandi rými undir Kirkjutröppunum (er núna utan byggingarreits)
  2. Stækka rými (áður almenningssalerni) undir Kirkjutröppunum um u.þ.b. 70 til 90 m2. Loka og nýta rými í undirgöngum, u.þ.b. 70 m 2. Hönnun stækkunar miðast við að byggingin falli vel inn í umhverfið og skerði sem minnst ásýnd Kirkjutrappa og Akureyrarkirkju – sjá hugmynd að útliti í kynningu. Nýta rými undir Kirkjutröppum sem verslunar- og þjónusturými. Breyta hluta bílastæða norðan við rými í útisvæði sem yrði nýtt í tengslum við verslunar- og þjónusturými. Tvö stæði fyrir hreyfihamlaða verða áfram á núverandi stað.
  3. Uppfæra nýtingarhlutfall miðað við núverandi byggingarmagn á lóð og fyrirhugaða stækkun. Nýtingarhlutfall á lóðinni verður 2,50.

Tillöguuppdrætti má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 13. mars – 3. apríl 2024 og á heimasíðu bæjarins á sama tíma: www.akureyri.is – neðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur.

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Hafnarstræti 87-89 – tillaga að breyttu deiliskipulagi (pdf)

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 3. apríl 2024.

Sambíó

UMMÆLI