Viðræður um samruna Norðlenska og Kjarnafæðis ganga vel

Viðræður um samruna Norðlenska og Kjarnafæðis ganga vel

Kjötframleiðendurnir Kjarnafæði og Norðlenska hófu viðræður um samruna í lok sumars sem enn eru í gangi. Kjarna­fæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunn­laugs­sona, en Norðlenska er í eigu Bú­sæld­ar, sem aft­ur er í eigu um 500 bænda. Viðræðurnar ganga vel að sögn Ágústs Torfa, framkvæmdarstjóra Norðlenska, en um þessar mundir er unnið að áreiðanleikakönnunum og samþykkt frá samkeppnisyfirvöldum. Allt eru þetta nauðsynlegir liðir til að samruninn fari í gegn en þetta ferli getur tekið nokkra mánuði. Rúv greinir frá.

Lagt var fram frumvarp af þeim Höllu Signý Kristjánsdóttur og Líneik Önnu Sævarsdóttur, Framsóknarkonum, sem gerir afurðastöðvum heimilt að sameinast og eiga í samstarfi. Tilgangurinn með þessu er að gefa innlendum kjötframleiðendum tækifæri til að bregðast við vaxandi samkeppni erlendis frá. Ágúst Torfi styður þetta frumvarp og segir þess klárlega þörf. Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri félags atvinnurekenda, styður ekki frumvarpið og sagði m.a. í samtali við Fréttablaðið að innlendum framleiðendum sé engin vorkun að standa af sér samkeppni, enda séu þeir verndaðir með háum tollum.

UMMÆLI

Sambíó