Ýtti brennandi bíl út úr bílskúr

Ýtti brennandi bíl út úr bílskúr

Eldur kom upp í bíl í íbúðarhúsnæði við Gránufélagsgötu á Akureyri í gærkvöldi. Betur fór á en horfðist en eigandi húsnæðisins bjargaði málunum með því að ýta logandi bílnum úr bílskúr.

Jónas Baldur Hallsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri, segir á mbl.is að mesta hættan hafi verið liðin hjá þegar slökkviliðið bar að garði.

„Eig­and­inn var harðari en allt sem er hart og ýtti bara bíln­um log­andi út. Þetta er hörku­tól vik­unn­ar,“ seg­ir Jón­as á mbl.is.

Að sögn hans notaðist maður­inn við öxl­ina til að ýta göml­um Pontiac úr hús­inu. Að öll­um lík­ind­um kviknaði eld­ur­inn vegna eldsneyt­isleka. Þegar slökkviliðið bar að garði hafði maður­inn tekið fram garðslöngu og ráðið niður­lög­um elds­ins að mestu leyti.

UMMÆLI