12 mánaða börn fá leikskólavist á Akureyri næsta haust

12 mánaða börn fá leikskólavist á Akureyri næsta haust

12 mánaða börn á Akureyri munu fá leikskólavist á Akureyri haustið 2021. Það eru börn sem eru fædd í ágúst 2020 og eldri. Þetta staðfestir Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi í samtali við Kaffið í dag.

„Þetta var stærsta málið í síðustu kosningum, unnið hefur verið að þessu frá byrjun kjörtímabilsins og nú er þetta mikla hagsmunamál barnafjölskyldna að verða að veruleika. Með tilkomu Klappa, nýja leikskólans við Höfðahlíð sem áætlað er að taka í gagnið haustið 2021 og Árholts verður þetta möguleiki,“ segir Ingibjörg.

Hún segir að frá upphafi kjörtímabilsins hafi verið unnið markvisst að því að setja fræðslumál í forgrunn og þar með setja börn og barnafjölskyldur í fyrsta sæti. 

Ingibjörg Isaksen skrifaði grein um málið á vefsíðu sinni í dag en hana má lesa með því að smella hér.

Goblin.is

UMMÆLI