20 alhvítir dagar á Akureyri í janúar

20 alhvítir dagar á Akureyri í janúar

 Janúar 2021 var kaldur á Íslandi. Á Akureyri var meðalhitinn -2,4 stig og mánuðurinn var snjóþungur á norðurhluta landsins. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands fyrir janúarmánuð.

Meðalhitinn, -2,4 stig, á Akureyri er um tveimur stigum undir meðalhita síðustu 30 ára.

Á Akureyri mældist úrkoman 97,1 mm sem er 61% umfram meðallag áranna 1991 til 2020. Úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri 11 daga mánaðarins sem eru jafnmargir og í meðalári.

Alhvítir dagar á Akureyri voru 20, tveim færri en að meðaltali 1991 til 2020.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó