Það hefur verið mikill kuldi á Norðurlandi síðustu daga en klukkan þrjú í nótt mældist 22 stiga frost á flugvellinum við Akureyri. Á sama tíma mældist 15 stiga frost við lögreglustöðina á Akureyri.
Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands hefur verið hægur vindur á landinu í nótt og víða léttskýjað. Við þessar aðstæður um miðjan vetur sjáist oft á tíðum háar frosttölur á mælum.
UMMÆLI