Ætti að vera ólöglegt að segja brók í staðinn fyrir nærbuxur

Ætti að vera ólöglegt að segja brók í staðinn fyrir nærbuxur

Annar hluti af Podkastalanum á Akureyri er kominn út. Emmsjé Gauti fer yfir málin með Dóra Ká og Birki Bekk.

Emmsjé Gauti talar fallega um Akureyri en það eina sem hann skilur ekki við bæjarbúa er að Akureyringar segja brók en ekki nærbuxur. Að hans mati ætti það að vera ólöglegt.

Sjá einnig: Orðin sem eru notuð á Norðurlandi

Emmsjé Gauti, Dóri og Birkir ræða þó ekki bara um brækur. Gauti veltir fyrir sér tilgangi brúarinnar við Drottningarbraut og fer yfir það sem hann dýrkar við Akureyri.

Hlustaðu á stórskemmtilegan þátt af Podkastalanum í spilaranum hér að neðan.

Sjá einnig: Pulsa á Sjallanum á Agureyri

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar.


UMMÆLI