Ævar vísindamaður á Amtsbókasafninu í dag

Það verður heldur betur líf og fjör á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag. Klukkan 16:30 hefst tvöföld sögustund á safninu. Bókin Mig langar svo í krakkakjöt, eftir Sylviane Donnio verður lesin og í kjölfarið verður boðið upp á föndur og liti.

Klukkan 17:00 mætir Ævar Þór Benediktsson á svæðið og mun lesa upp úr nýútkominni bók sinni Þitt eigið ævintýri. Bókin er fjórða bókin í “Þín eigin“ röðinni en þar ræður lesandinn ferðinni sjálfur. Ævar ætlar að vera með upplesturinn á Orðakaffi og hentar hann sérstaklega börnum á aldrinum 7 ára og eldri.

Allir sem koma að hlusta á Ævar lesa úr nýju bókinni sinni – Þitt eigið ævintýri, geta sett nafnið sitt og símanúmer í pott. Einn heppinn þátttakandi mun svo vinna bókina hans Ævars. Dregið verður út 27. nóvember og hringt verður í vinningshafa.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó