fbpx

Ágúst H. Guðmundsson látinn

Ágúst H. Guðmundsson látinn

Ágúst Herbert Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og athafnamaður á Akureyri, er látinn aðeins 53 ára að aldri. Ágúst lést að kvöldi nýársdags í faðmi fjölskyldu sinnar. Árið 2017 greindist Ágúst með MND sjúkdóminn sem dró hann til dauða.

Eiginkona Ágústs er Guðrún Gísladóttir og eiga þau þrjú börn, Ásgerði Jönu, Júlíus Orra og Berglindi Evu.

Á vef íþróttafélagsins Þórs er Ágústar minnst í fallegri grein sem má nálgast með því að smella hér.

UMMÆLI