AK Extreme verður ekki haldin í ár

AK Extreme verður ekki haldin í ár

Bretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme mun ekki fara fram á Akureyri í ár. Þetta er í annað árið í röð sem hátíðin frestast en í þetta sinn er ástæðan COVID-19 veiran.

„Það er þess vegna með harmi í hjarta að við tilkynnum að vegna óvissu um þróun og hegðun COVID-19 veirunnar og tilmæla stjórnvalda um samkomubann sjáum við ekki annað í stöðunni en að hætta við AK Extreme þetta árið,“ segir í tilkynningu frá stjórnendum hátíðarinnar.

„ið, eins og aðrir í samfélaginu, verðum að hegða okkur með ábyrgum hætti og gera það sem við getum til að takmarka útbreiðslu þessa kvikindis. Við sendum samfélaginu batakveðjur og hugsum til heilbrigðisstarfsfólks og almannavarna sem taka 360 (þrísixtí) í okkar þágu á hverjum degi. Sjáumst hraust á AK Extreme 2021!“

UMMÆLI