Akureyringar erlendis – Aron Einar lagði upp með glæsibrag

Akureyringar erlendis – Aron Einar lagði upp með glæsibrag

Það var allt á fullu í Evrópuboltanum um helgina og voru nokkrir Akureyringar í eldlínunni.

Fótbolti

Aron Einar Gunnarsson átti afar góðan leik á miðju Cardiff sem vann góðan 0-2 útisigur á Leeds í ensku B-deildinni í gær. Aron lék allan leikinn og lagði upp annað mark Cardiff á glæsilegan hátt. Tilþrif Arons má sjá með því að smella hér.

 

Það gengur ekki vel hjá Birki Bjarnasyni og félögum í Aston Villa en Birkir lék allan leikinn þegar liðið tapaði fyrir Ipswich Town á heimavelli, 0-1.

Handbolti

Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk úr 8 skotum þegar lið hans, Bergischer, steinlá á heimavelli fyrir Stuttgart í þýsku Bundesligunni, 26-38.

Sigtryggur Daði Rúnarsson var næstmarkahæsti leikmaður Aue þegar hann skoraði 6 mörk úr 10 skotum í fjögurra marka tapi gegn Dessau í þýsku B-deildinni. Árni Þór Sigtryggsson skoraði 3 mörk úr 7 skotum.

Í sömu deild gerði Oddur Gretarsson 2 mörk úr 5 skotum í fjögurra marka tapi Emsdetten gegn Huttenberg.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

UMMÆLI