Akureyringar erlendis – Birkir og félagar á toppnum yfir jólin

Akureyringar erlendis – Birkir og félagar á toppnum yfir jólin

Fótbolti

Eins og greint var frá í gær hér á Kaffinu var Aron Einar Gunnarsson allt í öllu þegar Cardiff gerði 1-1 jafntefli við Ipswich í ensku B-deildinni.

Sjá einnig: Aron Einar skoraði og var maður leiksins í jafntefliSmelltu hér til að sjá myndband af marki Arons

Birkir Bjarnason hóf leik á varamannabekk Basel þegar liðið fékk St.Gallen í heimsókn í svissnesku úrvalsdeildinni. Birkir kom inná á 75.mínútu og hjálpaði liði sínu að innbyrða 1-0 sigur.

Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir vetrarfrí og fara Birkir og félagar með 12 stiga forystu inn í jólafríið. Svissneska deildin hefst að nýju 4.febrúar næstkomandi.

Handbolti

5438418_1_1118ems-oddur_2137

Öruggur sigur hjá Oddi og félögum.

Arnór Þór Gunnarsson nýtti bæði skot sín tvö þegar Bergischer beið lægri hlut fyrir Flensburg í þýsku Bundesligunni. Lokatölur 29-32 fyrir Flensburg.

Í þýsku B-deildinni skoraði Oddur Gretarsson þrjú mörk úr fjórum skotum þegar Emsdetten vann öruggan sex marka sigur á Leutershausen. Lokatölur 34-29.

Í sömu deild vann Aue fjögurra marka sigur á Ludwigshafen-Friesenheim, 30-26. Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum og Sigtryggur Daði Rúnarsson gerði tvö mörk úr þrem skotum.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

UMMÆLI