Akureyringar erlendis – Oddur næstmarkahæstur

Fjölmargir Akureyringar voru í eldlínunni víða um Evrópu í dag þar sem það var landsleikur í fótbolta og nóg að gera í handboltanum.

Fótbolti – Aron og Birkir fá sex í einkunn

aron-gunnarsson-capitan-figura-islandia_lrzima20160629_0044_11

Tap í Króatíu

Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason léku allan leikinn fyrir Ísland þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu í Zagreb í kvöld en þetta var fyrsta tap Íslands í undankeppni HM.

Aron og Birkir léku saman á miðjunni og áttu báðir þokkalegan leik en þeir fá báðir sex í einkunn hjá vefmiðlinum fotbolti.net.

Birkir gerði tilkall til vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar stórstjarnan Mario Mandzukic virtist brjóta á Birki í skallaeinvígi þeirra. Aron Einar komst nálægt því að skora eftir góðan sprett skömmu síðar en skot hans endaði í varnarmanni Króata.

Handbolti – Guðmundur og Geir ósigraðir í fjórum leikjum í röð

5438418_1_1118ems-oddur_2137

Oddur með góða nýtingu í dag.

Cesson-Rennes er ósigrað í fjórum leikjum í röð eftir jafntefli gegn Toulouse á heimavelli í kvöld, 26-26. Geir Guðmundsson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum en Guðmundur Hólmar Helgason lét lítið að sér kveða að þessu sinn

Oddur Gretarsson var næstmarkahæstur í liði Emsdetten sem vann öruggan útisigur á Saarlouis, 25-32 í þýsku B-deildinni. Oddur skoraði sex mörk úr sjö skotum. Ekki amaleg nýting það.

Í sömu deild tapaði Aue fyrir Bad Schwartau á heimavelli, 19-22. Árni Þór Sigtryggsson skoraði þrjú mörk úr átta skotum en Sigtryggur Daði Rúnarsson komst ekki á blað.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

UMMÆLI

Sambíó