Akureyringar erlendis – Sigtryggur skaut Aue úr fallsæti

Akureyringar erlendis – Sigtryggur skaut Aue úr fallsæti

Það var nóg um að vera í boltanum um helgina og voru nokkrir Akureyringar í eldlínunni víða um Evrópu.

Fótbolti – Birkir á skotskónum

Birkir Bjarnason

Birkir Bjarnason

Birkir Bjarnason var á skotskónum í Sviss þegar lið hans, Basel, vann öruggan sigur á Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni. Birkir skoraði fimmta mark Basel í 6-0 sigri. Smelltu hér til að sjá myndband af marki Birkis.

Í ensku B-deildinni var Aron Einar Gunnarsson á sínum stað í byrjunarliði Cardiff sem vann 3-2 heimasigur á Huddersfield. Aron lék allan leikinn á miðjunni hjá Cardiff og átti góðan leik.

Hallgrímur Jónasson hóf leik á varamannabekknum en kom inná og lék síðasta hálftímann þegar Lyngby tapaði 1-0 fyrir Horsens í dönsku úrvalsdeildinni.


Handbolti – Oddur og Sigtryggur Daði markahæstir

5438418_1_1118ems-oddur_2137

Oddur er eiginlega alltaf markahæstur hjá Emsdetten

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum þegar Bergischer steinlá fyrir Erlangen í þýsku Bundesligunni en leiknum lauk með níu marka sigri Erlangen, 35-26.

Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Emsdetten eins og stundum áður. Oddur skoraði sex mörk úr ellefu skotum þegar Emsdetten tapaði fyrir Hamm-Westfalen í þýsku B-deildinni.

Í sömu deild vann Íslendingalið Aue magnaðan útisigur á Saarlouis, 23-24. Sigtryggur Daði Rúnarsson gerði sér lítið fyrir og var markahæstur með fjögur mörk úr fimm skotum. Frændi hans, Árni Þór Sigtryggsson, var með þrjú mörk úr fimm skotum. Afar mikilvægur sigur sem skaut Aue upp úr fallsæti.

Arnór Atlason og félagar í Álaborg unnu enn einn sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni þegar Randers heimsótti toppliðið. Lokatölur 25-19 fyrir Álaborg en Arnór komst ekki á blað að þessu sinni.

Atli Ævar Ingólfsson átti góðan leik þegar Savehof og Ricoh gerðu jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni. Atli skoraði sjö mörk en leikurinn endaði með jafntefli, 28-28. Atli og félagar sitja í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig

Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Hallgrímur Jónasson í nærmynd – Mestu vonbrigðin að fara ekki á EM

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

UMMÆLI

Sambíó