Álag á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri vegna Covid-19

Álag á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri vegna Covid-19

Vegna COVID-19 heimsfaraldurs er mikið álag vegna sóttvarna á bráðamóttöku SAk. Þetta kemur fram á vef Sjúkrahússins.

Þar er sagt að einstaklingar sem leita á deildina með vandamál sem ekki eru metin bráð geta átt von á því að verða vísað í önnur úrræði.

Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir bráðamóttöku SAk og Kristín Ósk Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur SAk, vilja þá minna á að ef grunur er um að einstaklingur sé með COVID-19 skal viðkomandi ekki mæta á bráðamóttöku heldur hafa samband við heilsugæslustöð símleiðis eða í gegnum Heilsuveru, eða hringja í síma 1700. Í neyðartilvikum skal hringja í 112.

„Við brýnum fyrir fólki að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum; spritta og þvo hendur og halda 2m fjarlægð,“ segir í tilkynningu frá Pálma og Kristínu.

UMMÆLI