Almar nýr verkefnisstjóri menningarmála

Almar Alfreðsson

Akureyrarbær hefur ráðið Almar Alfreðsson sem nýjan verkefnisstjóra menningarmála Akureyrarstofu. 32 einstaklingar sóttu um stöðuna sem Almar fékk. Almar hefur unnið náið með Akureyrarbæ undanfarið ár en hann var verkefnastjóri Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku á þessu ári.

Almar er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hann rekur verslun í Listagilinu á Akureyri ásamt því að vera sjálfstætt starfandi sem vöruhönnuður.

 

UMMÆLI