Krónan Akureyri

Andlitslyfting Vamos setur lit á miðbæinn

Andlitslyfting Vamos setur lit á miðbæinn

Kaffihúsið og skemmtistaðurinn Vamos í miðbæ Akureyrar hefur fengið nýtt útlit fyrir sumarið en starfsfólk staðarins hefur málað húsnæði staðarins við Ráðhústorg 9.

„Við vorum að mála og gera fínt, hvernig finnst ykkur liturinn? Setur þetta ekki smá svip á miðbæinn? Okkur finnst það allavega,“ segir á Facebook síðu Vamos.

Vamos opnaði í Ráðhústorgi 9 á síðasta ári en þar áður hafði húsið hýst veitinga- og skemmtistaði á borð við Uppann, Ráðhúscafé og síðast Café Amor.

Nánar má lesa um húsnæðið með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Krónan Akureyri