Anna, Arna og Sandra í landsliðshópnum

Anna, Arna og Sandra í landsliðshópnum

Þrjár konur úr knattspyrnuliði Þór/KA voru valdar í landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir leiki gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM í byrjun september.

Ísland er á toppi riðilsins fyrir síðustu tvo leikina og getur tryggt sér sæti á HM með sigri gegn Þjóðverjum.

Þær Anna Rakel Pétursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sandra María Jessen eru allar í landsliðshópnum. Þær hafa allar spilað lykilhlutverk hjá Þór/KA í sumar.

Sambíó

UMMÆLI