Arnór heldur áfram að raða inn mörkum

Arnór Þór Gunnarsson

Arn­ór Þór Gunn­ars­son skoraði sex mörk fyrir Bergischer þetar liðið sigraði Konstanz á útivelli, 30-26 í gærkvöld. Þetta er fjórtándi sigur Bergischer í fjórtán leikjum á tímabilinu.

Lið Bergischer sem féll niður í B deildina síðasta vor hefur verið yfirburðar lið í deildinni í vetur. Liðið er með fullt hús stiga, 28 stig, eftir 14 leiki og stefnir beint upp í efstu deild. Arnór hefur verið fremstur á meðal jafningja í liði Bergischer og raðað inn mörkum.

Arnór hefur skorað 114 mörk í 14 leikjum í vetur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó