Færeyjar 2024
Kvennaathvarfið

Arnór vann Odd og Sigtrygg

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið magnaður í vetur

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer höfðu betur gegn Oddi Gretarssyni og Sigtryggi Daða Rúnarssyni í hörkuleik í þýsku B-deildinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu 30:29 Bergischer í vil.

Arnór Þór hefur verið frábær með Bergischer í vetur og átti fínan leik. Hann skoraði fimm mörk. Oddur gerði eitt mark fyrir Balingen en Sigtryggur Daði komst ekki á blað.

Arn­ór og fé­lag­ar eru sem fyrr í kjör­stöðu með átta stiga for­skot á toppi deild­ar­inn­ar með 32 stig og 16 sigra úr fyrstu sautján leikj­un­um. Bal­ingen er í 4. sæti með 23 stig.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó