Benedikt búálfur frumsýndur á laugardaginn

Benedikt búálfur frumsýndur á laugardaginn

Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson verður frumsýndur í Samkomuhúsinu laugardaginn 6. mars. Það er Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem standa að uppsetningunni.

Með hlutverk Benedikts búálfs fer Árni Beinteinn Árnason, Dídí mannabarn er leikin af Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur en Daða dreka leikur Birna Pétursdóttir. Valgerður Guðnadóttir leikur drottninguna, Björgvin Franz leikur konunginn, Kristinn Óli Haraldsson (Króli) leikur Tóta tannálf og Hjalti Rúnar Jónsson leikur Sölvar súra og Jósafat mannahrellir. Leikstjóri er Vala Fannell. 

Miðasala er í fullum gangi hér.

UMMÆLI