beint flug til Færeyja

Berglind Eva, Elfa Rún og Molly taka þátt í Benedikt búálfi

Berglind Eva, Elfa Rún og Molly taka þátt í Benedikt búálfi

Um 80 hæfileikaríkir krakkar mættu í áheyrnarprufur fyrir hlutverk í fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur um síðustu helgi. Valið var erfitt en að lokum voru fjórar stúlkur valdar úr hópnum. Berglind Eva Ágústsdóttir, Elfa Rún Karlsdóttir og Molly Carol Birna Mitchell munu taka þátt í söngleiknum. Að auki kemur Helga Ólafsdóttir inn sem forfalladansari.

Söngleikurinn verður frumsýndur í febrúar 2021. Með hlutverk Benedikts búálfs fer Árni Beinteinn Árnason en aðrir leikarar eru Björgvin Franz Gíslason, Valgerður Guðnadóttir, rapparinn Króli, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson og Birna Pétursdóttir. 

Forsölutilboð á Benedikt búálf stendur út október. Kauptu fjóra miða og fáðu 30% afslátt!

Sambíó

UMMÆLI