Bókin No one is an Island komin út

Bókin No one is an Island komin út

Út er komin bókin No one is an Island: An Icelandic perspective. Ritstjórar bókarinnar starfa öll við Háskólann á Akureyri og eru Kristín Margrét Jóhannsdóttir, Giorgio Baruchello, Jakob Þór Kristjánsson og Skafti Ingimarsson.

Hugmyndin af bókinni varð til eftir ráðstefnuna Enginn er eyland: Ísland og alþjóðasamfélagið – staða og framtíð Íslendinga í samfélagi þjóðanna. Ráðstefnan var haldin 19. mars 2016 í Háskólanum á Akureyri.

Í bókinni er fjallað um Ísland í samfélagi þjóðanna á breiðum grunni þar sem fram koma ólík viðhorf fræðimanna og embættismanna til málaflokksins. Í bókinni má finna greinar um íslenska fjölmiðla, norðurslóðir, innflytjendur og þróunaraðstoð.

Meðal höfunda eru: Birgir Guðmundsson, Markus Meckl, Rachael Lorna Johnstone, Stéphanie Barillé, Grétar Þór Eyþórsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson öll við HA, Geir Gunnlaugsson og Jónina Einarsdóttir við Hí og Gestur Hovgaard við Fróðskaparsetur Føroya.

Útgefandi bókarinnar er Cambrigde Schollar Publishing.

Bókina má panta hjá:

Frétt af vef Háskólans á Akureyri

UMMÆLI

Sambíó