Bókunarsíða NiceAir opnuð

Bókunarsíða NiceAir opnuð

Bókunarsíða norðlenska flugfélagsins NiceAir opnaði í gær. Flogið verður beint frá Akureyrarflugvelli til London, Kaupmannahafnar og Tenerife. Flugfélagið mun hefja flug í júní.

Flug með NiceAir til Kaupmannahafnar kostar í kringum 19 þúsund krónur, flug til London er á bilinu 17 til 20 þúsund krónur og flug til Tenerife er um 40 þúsund krónur.

Flogið verður til Kaupmannahafnar á fimmtudögum og sunnudögum, til London á föstudögum og mánudögum og til Tenerife á miðvikudögum. Áætlanir hafa verið settar upp fyrir flug til þessara landa út september en nánari upplýsingar um flugáætlanir má finna á vef NiceAir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó