Breytt fyrirkomulag vaktþjónustu heimilislækna á Akureyri

Breytt fyrirkomulag vaktþjónustu heimilislækna á Akureyri

Vaktþjónusta heimilislækna á Akureyri hefur verið flutt yfir í heilsugæsluna í Hafnarstræti. Vaktþjónustan var áður staðsett á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri.

Breytingarnar eru gerðar til þess að skilja að vaktþjónustur heimilislækna frá bráðamóttökunni og efla þjónustuna. Tímasetning vaktþjónustunnar mun einnig breytast en nú verður hún opin frá klukkan 14 til 18 alla virka daga og frá 10 til 14 um helgar.

„Þessi breyt­ing er fyrst og fremst fram­kvæmd til að bæta ör­yggi og aðgengi fólks að þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar,“ er haft eft­ir Jóni Torfa Hall­dórs­syni, yf­ir­lækni heilsu­gæsl­unn­ar á Ak­ur­eyri í fréttatilkynningu.

„Breyt­ing­arn­ar voru unn­ar í þverfag­legu sam­starfi eft­ir þarfagrein­ingu. Það er okk­ar von að með nýju fyr­ir­komu­lagi muni biðtími eft­ir þjón­ustu stytt­ast veru­lega, þar sem við höf­um fjölgað lækn­um og hjúkr­un­ar­fræðing­um sem í sam­ein­ingu munu sinna þjón­ust­unni,“ segir hann.

Nýja fyr­ir­komu­lagið tek­ur gildi 24. sept­em­ber næstkomandi. Vaktþjón­usta heim­il­is­lækna er ætluð sjúk­ling­um sem þarfn­ast lækn­is­hjálp­ar sam­dæg­urs vegna skyndi­veik­inda eða sam­bæri­legra at­vika. Eitt af­markað er­indi er þannig af­greitt sam­kvæmt því, en ekki eru af­greidd vott­orð á vakt og ekki eru gefn­ir út lyf­seðlar á eft­ir­rit­un­ar­skyld lyf. Bráðamót­taka SAk er hins veg­ar ætluð til að þjón­usta fólk eft­ir slys eða þá sem glíma við bráð og al­var­leg veik­indi.

UMMÆLI

Sambíó