Dagur Guðnason gefur frá sér nýtt lag

Dagur Guðnason.

Dagur Guðnason er 11 ára Akureyringur sem tók þátt í Syrpurappi Eddu bókaútgáfu á dögunum og hafnaði í öðru sæti. Dagur tók þátt með laginu Rappari sem hann samdi sjálfur og vakti verðskuldaða athygli á internetinu. Dagur sagði í samtali við Kaffið á dögunum að hann hafi lært mikið af því að taka þátt í Syrpurappi, þ.á.m. að rappa hraðar og að það borgi sig að taka þátt.
Dagur hefur samið nokkra rapptexta en hann segir að fyrirmyndir hans í rappinu séu rapparar á borð við Akureyringinn KÁ-AKÁ, Birni og Herra Hnetusmjör. Uppáhalds rapplag Dags er Vinna eftir KÁ-AKÁ.

Dagur er hvergi nærri hættur en hann var að gefa frá sér nýtt lag í gær sem ber nafnið: Ekki gera ekki neitt. Dagur samdi lag og texta sjálfur og hér að neðan má sjá og hlusta á lagið ásamt tónlistarmyndbandi sem tekið er upp á Akureyri.

 

Sjá einnig: 

Dagur Guðnason er nýjasta rappstjarna Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó