Ég er ekki aumingi

Ég er ekki aumingi

Aron Freyr Ólason skrifar:

Lífið getur svo sannarlega tekið snöggar beygjur í svo mismunandi áttir að það er ótrúlegt. Fyrir þrem vikum leitaði ég á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri vegna mikilla vanlíðan sem er búið að hrjá í mig í nokkurn tíma. Mér var tekið opnum örmum eins og vanalega(enda sjúkrahúsferðir mínar orðnar talsverðar haha) og vil ég hrósa heilbrigðisstarfsfólkinu okkar sem er búin að standa vaktina eins og klettar í gegnum þetta mjög svo skrítna tímabil sem COVID er búið að vera.

En afhverju leitaði ég uppá bráðamóttöku og geðdeild jú stundum dvelur maður aðeins of lengi í fortíðini og gerir ekki upp við sjálfan sig og aðra, sópa bara draslinu undir teppið og leyfa því bara að vera þar um einhvern óákveðin tíma og á endanum gleymir maður því bara alveg þangað til að þú rekur þig í teppið á einhverjum tímapunkti í miðju áfalli,sorg eða þegar maður er bara að reyna horfast í augu við vandamálin og það þyrlast allt framan í þig stundum lítið og stundum mikið. Hvernig lýsir þetta sér? Öll erum við mismunandi sem betur fer og öll tökum við á okkar veikindum með mismunandi hætti.

Hjá mér eftir svo langan tíma er ég komin á þann punkt að allt sjálftraust og sjálfmynd er farin og eiginlega gjörsamleg í molum og fer maður smám saman að berja sjálfan sig áfram í aðstæðum sem manni finnst maður ekki ráða við en þú lemur þig áfram. Þessu fylgir jafnvel ótti,kvíði og stress sem vindur síðan uppá sig á löngum tíma og auðvitað á endanum finnur maður ekki alveg leið út úr þeim aðstæðum þar sem heilinn á manni er farin að telja þetta venjulegt ástand einhversskonar varnakerfi til að takast á við ótta,stress og kvíða. En þar sem þú ert að berjast á móti þessu með einhverjum hætti þá átti ég alveg mína góðu daga stundum vikur og jafnvel mánuði en það er líka vegna þess að maður var búinn að safna kröftum til að sópa þessu undir teppið og ýta þessu í burtu í smá tíma en vanlíðan kom svo alltaf sterkari til baka og eftir nokkur skipti af þessari endurtekningu þá fékk ég sjálfur alveg nóg. Það að þurfa að kvíða fyrir því að mæta til vinnu eða hitta fjöldskyldu,vini jafnvel fara út í búð fannst mér eiginlega komið gott.

Ég hef oft verið spurður um sjálfsvígshugsanir á meðan þessu stóð og jú ég hugsaði oft um að drepa mig á meðan þessu stóð en þar sem ég reyni að minni bestu getu að horfa á lífið uppá við þá hef ég meiri áhuga á því að lifa lífinu. og skiljanlega að fólk hafi áhyggjur af manni meðan á þessu gengur. Og takk fyrir öll fallegu skilaboðin og spjall til mín um þessi mál.

Lyfið hér heitir Sertral og er lyf sem ég fékk að velja um en það er geðdeyfilyf sem hafa sérhæfð áhrif á virkni taugaboðefnisins serótóníns í heila. Serótín er semsagt taugaboðefni í heilanum sem hefur áhrif á skapferli og almenna virkni en þunglyndi og kvíði geta haft áhrif á seratónín framleiðslu í heilanum. Afhverju er ég að skrifa um þetta lyf því jú enn og aftur hef ég heyrt, séð og upplifað fordóma gagnvart geðlyfjum. Þetta lyf hér er að hjálpa mér við að takast á við þetta verkefni sem ég er í akkurat núna og hjálpað miljónum manna með sín geðvandamál. Eyðum fáfræði og heimsku gagnvart þessu og aukum skilning.

Mig langar bara að deila með ykkur minni upplifun á þessu ástandi því enn í þessu samfélgi okkar leynast fordómar og fáfræði gagnvart þessum sjúkdómum og oftast kallað aumingjaskapur… Ég er sjálfur að standa mig helvíti vel og ætla mér að koma tvöfalt öflugri til baka. En með þessum skrifum vil ég einnig hvetja alla þá sem eru að berjast í þessu og mæta sínum djöflum að leita sér að hjálp og ekki vera feimið við það, hjálpin er þarna og er fyrir þig sem vantar hana og svo margar leiðir til að taka á þessu. Annars bara allir heilir og hressir og eigið hrrrikalega góða helgi.

Takk fyrir að lesa.

Sambíó

UMMÆLI