Eiður Ben tekur við 3. flokk KA

Eiður Ben tekur við 3. flokk KA

Knattspyrnjuþjálfarinn Eiður Ben Eiríksson tekur við 3. flokk karla hjá KA-mönnum í byrjun ágúst og þá mun hann koma inn í þjálfarateymi í öðrum flokkum félagsins í haust. Óskar Bragason var aðalþjálfari flokksins en hann lét af störfum á dögunum til að taka við liði Magna Grenivík. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KA.

Fannar Freyr Gíslason verður áfram í þjálfarateymi flokksins en gengi 3. flokks í sumar hefur verið mjög gott og tekur því Eiður við spennandi hóp.

Eiður Ben er 31 árs og hefur hann frá unglingsárum starfað við þjálfun. Í vetur var hann þjálfari meistaraflokks Þróttar Vogum en þar á undan var hann í þrjú ár hjá Val. Hjá Val var hann yfirþjálfari yngri flokka og meistaraflokksþjálfari hjá kvennaliði Vals. Eiður stýrði Val til Íslandsmeistaratitils síðasta haust sem og sumarið 2019.

„Eiður er með UEFA A þjálfaragráðu og UEFA Youth Elite A ásamt því að vera í UEFA Pro námi sem er hæsta þjálfaragráða sem hægt er að fá. Þá kláraði hann einnig Sports Management frá Johan Cruyff Institute. Það er því mikill fengur að fá þennan reynslumikla og hæfa þjálfara til félagsins og erum við afar spennt fyrir samstarfinu með Eið. Velkominn norður,“ segir á vef KA.


UMMÆLI

Sambíó